Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað fyrir tveimur vikum að lækka stýrivexti um 0,25 prósentur, niður í 9,0%, eftir að hafa haldið þeim óbreyttum í 9,25% í meira en ár.

Í fundargerð nefndarinnar, sem birt var fyrir skemmstu, kemur fram allir nefndarmenn peningastefnunefndarinnar samþykktu tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um að lækka vexti um 0,25 prósentur.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað fyrir tveimur vikum að lækka stýrivexti um 0,25 prósentur, niður í 9,0%, eftir að hafa haldið þeim óbreyttum í 9,25% í meira en ár.

Í fundargerð nefndarinnar, sem birt var fyrir skemmstu, kemur fram allir nefndarmenn peningastefnunefndarinnar samþykktu tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um að lækka vexti um 0,25 prósentur.

Fram kemur þó að Herdís Steingrímsdóttir, sem var skipuð í nefndina til fimm ára árið 2022, hefði fremur kosið að halda vöxtum óbreyttum áfram.

Á vaxtaákvörðunarfundi nefndarinnar í fjallaði nefndin um að áfram virtist hægja á efnahagsumsvifum í takt við aukið peningalegt taumhald. Þá töldu nefndarmenn að vísbendingar væru um að dregið hefði úr spennu á vinnumarkaði og að svartsýni heimila og fyrirtækja hefði aukist.

Þá hefði verðbólga hjaðnað niður í 5,4%. Þótt ákveðnir einskiptisliðir vægju þungt í síðustu mælingu hefði dregið úr umfangi og tíðni verðhækkana.

Leiðrétt: Í upphaflegu útgáfu fréttarinnar kom fram að allir nefndarmenn nema Herdís hefðu samþykkt tillögu seðlabankastjóra. Hið rétta er að Herdís samþykkti tillöguna en hefði þó eftir sem áður fremur viljað halda stýrivöxtum óbreyttum.