Hagnaður franska lúxusmerkisins Hermèsjókst um 38% á milli ára og nam 525 milljörðum króna á árinu. Ársfjórðungsleg sala var 23% umfram væntingar og munaði þar mestu um aukna eftirspurn eftir Birkin töskum og leðurvörum lúxusmerkisins í Kína, sagði í frétt Financial Times.
Sala á síðasta ársfjórðungi jókst um tæpa 3 milljarða evra, eða sem nemur 464 milljörðum íslenskra króna, á milli ára. Heildartekjur ársins námu því 1.794 milljörðum króna, en árið áður námu þær 1.389 milljörðum króna. Sérfræðingar höfðu spáð 17 prósenta aukningu í sölu á fjórða ársfjórðungi.
Þá jókst sala jókst um 25 prósent á Asíu – Kyrrahafssvæðinu sem má rekja til aukinnar eftirspurn kínverskra kaupenda.
„Hermès átti einstakt ár, einkum þökk sé góðri frammistöðu á alþjóðlegum mörkuðum,“ sagði Axel Dumas, framkvæmdastjóri Hermès, í yfirlýsingu á föstudag.