Hershey hefur hafnað yfirtökutilboði frá fyrirtækinu Mondelez International en hlutabréf bandaríska súkkulaðiframleiðandans hækkuðu um 10% eftir fregnir um hugsanlegrar yfirtöku. Hvorug fyrirtækin hafa viljað tjá sig við fjölmiðla vegna málsins.
Ef samningurinn hefði farið í gegn hefði hann skapað matvælafyrirtæki með meira en 50 milljarða dala heildsölu á hverju ári.
Málið er ekki nýtt af nálinni en Hershey hafnaði 23 milljarða dala yfirtökutilboði frá Mondelez árið 2016. Góðgerðarsjóðurinn Hershey Trust Company þurftu einnig að samþykkja samninginn en sjóðurinn hefur áður komið í veg fyrir yfirtöku á fyrirtækinu.
Matvælafyrirtæki eins og Hershey hafa þurft að glíma við minnkandi sölu undanfarin ár vegna verðbólgu og hækkandi kostnaðar á kakóverði. Hershey hefur einnig nýlega lækkað afkomuspá sína og segir að kakóverð verði eitt stærsta vandamál fyrirtækisins í framtíðinni.