Bílaleigurisinn Hertz hagnaðist um 2,1 milljarða dala á síðasta rekstrarári, eða sem nemur 300 milljörðum króna.

Um er að ræða methagnað hjá félaginu, og þá hagnaðist félagið meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir, að því er kemur fram í grein hjá Bloomberg.

Tekjur félagsins námu 8,7 milljörðum dala á árinu, eða sem nemur rúmum 1.230 milljörðum króna.

Gengi bréfa félagsins hækkaði um 5% í kjölfar birtingu uppgjörsins.