Bílaleigufyrirtækið Hertz hefur tilkynnt að það muni selja um þriðjung af rafbílaflota sínum um allan heim en fyrirtækið hafði lagt mikið upp úr því að stækka rafbíla sinn á undanförnum árum.

Samkvæmt fréttamiðlinum Wall Street Journal mun Hertz selja um 20.000 rafbíla í Bandaríkjunum og verður hluti af ágóðanum notaður til að kaupa venjulega bensínbíla. Hertz segir ástæðuna vera vegna minni eftirspurnar eftir rafbílum og hærri rekstrarkostnað.

Ein möguleg ástæða fyrir þessari þróun er sögð vera sú að bílaframleiðendur hafa nú þegar selt rafbíla sína til fyrstu notenda sem hafa tilhneigingu til að taka sénsinn á nýrri tækni. Þá eru vísbendingar um að bandarískir neytendur séu ekki tilbúnir að skipta alfarið yfir í rafbíla eins hratt og áður var talið.

Sala rafbíla í Bandaríkjunum jókst á síðasta ári en hefur síðan þá hefur salan minnkað. Samkvæmt könnunum hafa bílakaupendur áhyggjur af því að það verða ekki nógu margir staðir til að hlaða rafhlöðurnar og gætu ferðalög þeirra því verið mjög takmörkuð. Hátt verð á rafbílum hefur einnig haft áhrif á dvínandi sölu.

Hertz ákvað árið 2021 að kaupa 100 þúsund Teslur og hækkuðu þá hlutabréf fyrirtækisins um 10%. Í febrúar 2022 var ákveðið að fara skrefinu lengra og keypti bílaleigan þá 65.000 rafbíla frá sænska bílaframleiðandanum Polestar.