Heitir pottar ehf. högnuðust um 47 milljónir króna á árinu 2023. Sala nam 400 milljónum króna en kostnaðarverð seldra vara 239 milljónum.

Rekstur Heitra potta var færður yfir í sér félag í byrjun þess árs, en var þar áður undir félagi Fiskikóngsins ehf.

Eignir Heitra potta voru tæpar 283 milljónir króna og námu skuldir tæpum 236 milljónum króna. Eigið fé félagsins var því tæplega 47 milljónir króna í árslok 2023.

Kristján Berg Ásgeirsson er framkvæmdastjóri og eigandi 51% hlutafjár í Heitum pottum.

Heitir pottar ehf.

2023 2022
Sala 400 3
Eignir 283 244
Eigið fé 47 -1
Hagnaður 47 2
Lykiltölur í milljónum króna.