Hagvangur og Soccer & Education USA hafa gert samstarfssamning sín á milli um að leggja íþróttafólki sem kemst á háskólastyrk í Bandaríkjunum fyrir tilstuðlan Soccer & Education hjálparhönd að lokinni útskrift. Meginmarkmið samningsins er að virkja öflugt íþróttafólk sem hefur menntað sig og gefa því aukin tækifæri á að tengjast íslenskum vinnumarkaði að námi loknu. Þannig má stuðla að því að einstaklingarnir finni sér störf sem henta þeirra styrkleikum, eiginleikum og leitast við að hámarka möguleika þeirra bæði innan sem utan vallar.
Hagvangur mun veita útskriftarnemum persónulega starfsráðgjöf, aðstoð við ferilskrárgerð og undirbúning atvinnuviðtala og styðja þannig við einstaklingana eftir að námsferli þeirra lýkur.
Greint er frá þessum áformum í fréttatilkynningu þar sem segir að í sameiningu séu Hagvangur og Soccer & Education USA staðráðin í að valdefla næstu kynslóð leiðtoga og að tryggja að allt íþróttafólk á skólastyrk sé undir árangur búið, bæði í íþrótta- og atvinnulífinu.
Hagvangur og Soccer & Education USA hafa gert samstarfssamning sín á milli um að leggja íþróttafólki sem kemst á háskólastyrk í Bandaríkjunum fyrir tilstuðlan Soccer & Education hjálparhönd að lokinni útskrift. Meginmarkmið samningsins er að virkja öflugt íþróttafólk sem hefur menntað sig og gefa því aukin tækifæri á að tengjast íslenskum vinnumarkaði að námi loknu. Þannig má stuðla að því að einstaklingarnir finni sér störf sem henta þeirra styrkleikum, eiginleikum og leitast við að hámarka möguleika þeirra bæði innan sem utan vallar.
Hagvangur mun veita útskriftarnemum persónulega starfsráðgjöf, aðstoð við ferilskrárgerð og undirbúning atvinnuviðtala og styðja þannig við einstaklingana eftir að námsferli þeirra lýkur.
Greint er frá þessum áformum í fréttatilkynningu þar sem segir að í sameiningu séu Hagvangur og Soccer & Education USA staðráðin í að valdefla næstu kynslóð leiðtoga og að tryggja að allt íþróttafólk á skólastyrk sé undir árangur búið, bæði í íþrótta- og atvinnulífinu.
„Ég fagna þessu samstarfi því við hjá Hagvangi teljum mikilvægt að styðja vel við það fólk sem sækir sér menntun erlendis og stefnir á frekari frama hér á Íslandi,“ segir Hlynur Atli Magnússon, meðeigandi hjá Hagvangi. „Þessi samvinna undirstrikar skuldbindingu okkar að veita öllum aldurshópum atvinnutækifæri og að hjálpa í þessu tilfelli ungu hæfileikafólki að skara fram úr fyrir utan íþróttavöllinn.“
„Hjá Soccer & Education USA trúum við á að hlúa að öllum einstaklingnum, bæði námslega og íþróttalega. Þetta samstarf við Hagvang veitir okkur tækifæri til að styðja enn fremur við nemendur þegar þeir takast á við nýjan kafla í sínu lífi og gefa þeim verkfærin sem þeir þurfa til þess að ná árangri á sínu starfssviði,“ segir Brynjar Benediktsson, stofnandi Soccer & Education USA.
Um Hagvang:
Hagvangur var stofnað árið 1971 og er eitt elsta starfandi ráðgjafar- og ráðningarfyrirtæki landsins. Fyrirtækið þjónustar fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök í ráðningum og mannauðsmálum. Ráðningar á stjórnendum og lykilstarfsfólki er kjarnastarfsemi Hagvangs.
Um Soccer & Education USA (SEUSA):
Soccer & Education USA er fyrirtæki sem aðstoðar íslenskt íþróttafólk við að komast út í háskólanám í Bandaríkjunum á skólastyrk í gegnum sína íþróttagrein. SEUSA hefur hjálpað tæplega 500 einstaklingum í mismunandi íþróttum frá stofnun fyrirtækisins árið 2015 og nemur heildartala styrkja þeirra einstaklinga í kringum 7 milljörðum íslenskra króna.