Sparkspekingurinn og hlaðvarparinn Hjörvar Hafliðason, einnig þekktur undir nafninu Dr. Football, hefur stofnað nýtt félag sem ber heitið Relentless ehf.
Auglýsing þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu á dögunum. Hjörvar er einn skráður stjórnarmaður félagsins, sem er skráð undir ÍSAT-flokkuninni „Kaup og sala á eigin fasteignum“.
Hjörvar hefur haldið úti hlaðvarpinu Dr. Football frá árinu 2018, en um er að ræða eitt allra vinsælasta hlaðvarp landsins.
Doc Media, slf.-félag Hjörvars, hagnaðist um 34 milljónir króna á árinu 2023 samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins á rekstri samlags- og sameignarfélaga sem birt var í nóvember í fyrra.