Bandaríkjamennirnir Daron Acemoglu, Simon Johnson og James Robinson eru handhafar Nóbelsverðlaunanna í hagfræði í ár. Þeir deila á milli sín 11 milljónir sænskra króna, eða sem nemur 145 milljónum króna, í verðlaunafé.

Hagfræðingarnir hlutu verðlaunin fyrir rannsóknir sínar um hvernig stofnanir eru myndaðar og áhrif þeirra á velmegun.

Bandaríkjamennirnir Daron Acemoglu, Simon Johnson og James Robinson eru handhafar Nóbelsverðlaunanna í hagfræði í ár. Þeir deila á milli sín 11 milljónir sænskra króna, eða sem nemur 145 milljónum króna, í verðlaunafé.

Hagfræðingarnir hlutu verðlaunin fyrir rannsóknir sínar um hvernig stofnanir eru myndaðar og áhrif þeirra á velmegun.

Í tilkynningu á vef Nóbelsverðlaunanna segir að rannsóknir þeirra hafi varpað ljósi á það hvernig samfélög þar sem ekki hefur verið tryggt sterkt réttarkerfi eða stofnanir sem vinna í þágu fólksins í landinu sjái ekki fram á hagvöxt eða breytingar til hins betra.

Hagfræðingarnir hafa í rannsóknum sínum þannig m.a. lagt áherslu á að kanna áhrif stofnana í nýlendum Evrópuþjóða. Á sumum stöðum hafi nýlenduveldi einkum lagt áherslu á að hagnast á vinnu frumbyggja og arðræna auðlindir umræddra samfélaga. Á öðrum stöðum hafi nýlenduveldi lagt grunn að stjórn- og hagkerfi til hagsbóta fyrir evrópska farandverkamenn til lengri tíma.

Nóbelsverðlaunahafarnir eru sagðir hafa sýnt fram á að ein skýringin fyrir mun á velmegun þjóða megi rekja til þeirra samfélagslegu stofnana sem settar voru á fót á þessum tímum. Oft var betur hugað að stofnanakerfi í þeim löndum sem voru fátæk þegar þau urðu að nýlendum og að til lengri tíma hafi það leitt til aukinna velmegunar. Þetta skýri sömuleiðis af hverju sumar fyrrum nýlendur sem voru ríkar eru nú fátækar.

„Að draga úr verulegum muni á tekjum milli landa er ein helsta áskorun okkar tíma. Verðlaunahafarnir hafa sýnt fram á mikilvægi samfélagslegra stofnana til að ná þessu markmiði,“ segir Jakob Svensson, formaður nefndarinnar um Hagfræðiverlaunin í hagfræði.

Frá verðlaunaafhendingunni í morgun.
© EPA (EPA)