Hlutabréf í PDD Holdings, sem á meðal annars netverslunarfyrirtækið Temu, hafa lækkað um ríflega 30% í verði á nokkrum dögum.
Hlutabréf í PDD Holdings, sem á meðal annars netverslunarfyrirtækið Temu, hafa lækkað um ríflega 30% í verði á nokkrum dögum.
Höfuðstöðvar PDD Holdings eru í Sjanghæ í Kína og félagið var skráð á Nasdaq í Bandaríkjunum árið 2018. Samkvæmt Financial Times er ástæðan fyrir mikilli lækkun á hlutabréfaverðinu ákvörðun forsvarsmanna PDD Holdings um að greiða hvorki arð til hluthafa né hefja endurkaup á eigin bréfum.
Þessi ákvörðun fór illa í fjárfesta í ljósi þess lausafjárstaða félagsins nemur 38 milljörðum dollara. Hafa fjárfestar gagnrýnt PDD Holdings fyrir ógagnsæjar fjárhagsupplýsingar og lélegt upplýsingaflæði. Ekkert skráð félag er með betri lausafjárstöðu en PDD Holdings. Tesla kemur næst í þessum efnum en lausafjárstaða Tesla nemur um 18 milljörðum dollara.
Hlutabréf verð PDD Holding fór undir 100 dollara á dögunum en nokkrum dögum áður hafði það verið í 151. Á síðustu tólf mánuðum hefur hlutabréfaverð í félaginu hæst farið í 165 en það var síðasta vor.