Hluta­bréfa­vísitölur hafa hækkað í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu í morgun eftir að stjórn­völd í Was­hington veittu tíma­bundna undanþágu frá fyrir­huguðum tollum á snjallsíma, fartölvur og aðrar tækni­vörur sem fram­leiddar eru í Kína.

Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkja­for­seti hafi lagt mikla áherslu á að um skamman sveigjan­leika sé að ræða, hafa fjár­festar tekið þessari breytingu sem mögu­legri vís­bendingu um mildari af­stöðu í við­skipta­stríðinu við Kína og sem merki um að verstu áhrifin á tækni­iðnaðinn kunni að verða minni en áður var óttast, sam­kvæmt Financial Times.

Fram­virkir samningar tengdir S&P 500 hafa ýtt vísitölunni upp um 1,8%, á meðan Nas­daq 100 hefur hækkað um rúm 2%.

Í Evrópu hefur Euro Stoxx 600 hækkað um 2,3% og FTSE 100 í London um 2%.

Markaðir í Asíu tóku einnig við sér í nótt er japanska Nikkei 225-vísi­talan hækkaði um 1,8% og Topix um 1,6%.

Hvíta húsið til­kynnti um undanþágur á til­teknar raf­tækni- og neyslu­vörur á föstudaginn en til stóð að leggja allt að 145% tolla á vörur frá Kína. Undanþágan telst því stór ávinningur fyrir fyrir­tæki eins og App­le sem reiða sig á fram­leiðslu í kín­verskum verk­smiðjum.

Donald Trump Bandaríkja­for­seti gaf þó lítið fyrir þá túlkun að um til­slökun væri að ræða.

Í færslu á sam­félags­miðlum sagði hann að „ENGINN væri að sleppa við refsingu“ og að vörurnar væru einungis fluttar í annan tolla­flokk.

Samtímis lét for­setinn í ljós að stjórnin hygðist sýna sveigjan­leika og ræða við lykil­fyrir­tæki um hvernig inn­leiða ætti tolla á ákveðna vöru­flokka.

Hann gaf jafn­framt til kynna að nýir tollar á hálf­leiðara (ör­flögur) væru í undir­búningi og yrðu kynntir innan viku.