Gengi hlutabréfa Aston Martin hefur lækkað um meira en 20% í dag eftir að bílaframleiðandinn greindi frá því að hagnaður félagsins í ár yrði minni en búist var við. Aston Martin er meðal bílaframleiðanda sem finna fyrir minnkandi eftirspurn í Kína.
Hlutabréf Stellantis, eiganda Peugeot, Citroen, Fiat og Jeep, lækkuðu einnig í viðskiptum í gær.
Gengi hlutabréfa Aston Martin hefur lækkað um meira en 20% í dag eftir að bílaframleiðandinn greindi frá því að hagnaður félagsins í ár yrði minni en búist var við. Aston Martin er meðal bílaframleiðanda sem finna fyrir minnkandi eftirspurn í Kína.
Hlutabréf Stellantis, eiganda Peugeot, Citroen, Fiat og Jeep, lækkuðu einnig í viðskiptum í gær.
Bílaframleiðendur víðs vegar um Evrópu hafa glímt við ýmsa erfiðleika undanfarið, þar með talið lækkandi sölu, aukna erlenda samkeppni og vandamál innan alþjóðlegrar aðfangakeðju. Á síðasta ári seldi Aston Martin ekki nema 6.620 bíla.
Að því er segir í frétt BBC hefur fyrirtækið upplifað minnkandi eftirspurn í Kína, þar sem fimmtungur af bílum þess seldust í fyrra, vegna efnahagsástandsins þar í landi. Aston Martin mun því framleiða um þúsund færri bíla en upphaflega var áætlað á þessu ári.