Hlutabréfaverð Arion banka og Íslandsbanka hafa lækkað í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í gær. Stjórn Íslandsbanka tilkynnti í gærkvöldi um að hún hefði ákveðið að afþakka boði stjórnar Arion um samrunaviðræður.

Hlutabréfaverð Arion hefur lækkað um meira en eitt prósent í fyrstu viðskiptum og stendur í 168,5 krónum á hlut þegar fréttin er skrifuð. Til samanburðar var dagslokagengi Arion síðast lægra 17. janúar síðastliðinn.

Gengi hlutabréfa Íslandsbanka hefur lækkað um meira en 3% frá opnun Kauphallarinnar í morgun og stendur nú í 120 krónum á hlut. Dagslokagengi Íslandsbanka var síðast lægra 17. janúar síðastliðinn.

Stjórn Arion lýsti opinberlega yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna þann 14. febrúar síðastliðinn. Hlutabréf beggja banka hækkuðu nokkuð í fyrstu viðskiptum eftir tilkynninguna.

Stjórn Íslandsbanka, sem fékk tveggja vikna frest til að svara boðinu, tilkynnti í gærkvöldi um að hún hefði ákveðið að afþakka boðinu í ljósi að þessi að henni þyki ólíklegt að samruninn yrði samþykktur af Samkeppniseftirlitinu við núverandi aðstæður nema gegn ströngum og afar íþyngjandi skilyrðum.

Stjórn Arion banka sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem hún sagðist áfram sannfærð um að samruni bankanna feli í sér einstakt tækifæri til breytinga á íslensku fjármálakerfi. Þó að ekki verði af samrunaviðræðum nú, voni hún að hugmyndin verði kveikja að frekari umræðu um skipan og umgjörð fjármálakerfisins.