Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,25% í 3,3 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan, eða um 560 milljónir króna, var með hlutabréf Marels en gengi félagsins stóð óbreytt í 600 krónum.

Eimskip hækkaði um 4,5%, mest af félögum aðalmarkaðarins, í 300 milljóna viðskiptum. Gengi flutningafélagsins hefur nú hækkað um 10,5% frá áramótum. Gengi Alvotech hækkaði um 1% í dag og náði nýjum hæðum í 1.960 krónum á hlut.

Kvika banki lækkaði mest af félögum aðalmarkaðarins eða um 1,9% í yfir 400 milljóna viðskiptum. Gengi Kviku stendur nú í 20,3 krónum og er enn um 6,8% en í upphafi árs. Kvika tilkynnti í dag að lánshæfisfyrirtækið Moody's hefði formlega tekið til skoðunar að hækka lánshæfismat bankans eftir að hann hóf samrunaviðræður við Íslandsbanka.

Hlutabréfaverð Arion banka lækkaði einnig um 1,3% í 560 milljóna veltu og stendur nú í 152 krónum Þá féll gengi Íslandsbanka um 0,8% og er nú í 127,4 krónum.