Hluta­bréfa­verð þýsku fyrirtækjasamstæðunni Bayer AG tók væn­lega dýfu í morguneftir að fyrir­tækið greindi frá því í gær að rann­sóknir á blóð­þynningar­lyfi fyrir­tækisins fyrir hjart­veika hafi ekki sýnt árangur.

Gengi Bayer hefur lækkað um 19% í Þýska­landi í dag en gengið hefur nú lækkað um 40% á árinu.

Fyrirtækið var búið að binda vonir við rann­sóknir á nýjum blóð­storku­hefti til að með­höndla gátta­tif.

Í gær­kvöldi til­kynnti fyrir­tækið að rann­sóknum yrði hætt þar sem niður­stöður sýndu að lyfið væri ekki að skila til­skyldum árangri.

Hluta­bréfa­verð þýsku fyrirtækjasamstæðunni Bayer AG tók væn­lega dýfu í morguneftir að fyrir­tækið greindi frá því í gær að rann­sóknir á blóð­þynningar­lyfi fyrir­tækisins fyrir hjart­veika hafi ekki sýnt árangur.

Gengi Bayer hefur lækkað um 19% í Þýska­landi í dag en gengið hefur nú lækkað um 40% á árinu.

Fyrirtækið var búið að binda vonir við rann­sóknir á nýjum blóð­storku­hefti til að með­höndla gátta­tif.

Í gær­kvöldi til­kynnti fyrir­tækið að rann­sóknum yrði hætt þar sem niður­stöður sýndu að lyfið væri ekki að skila til­skyldum árangri.

Sam­hliða því eru vandræði Bayer í tengslum við gróðureyðirinn Roundup hvergi nærri lokið.

Nokkrum vikum eftir að Bayer keypti bandaríska landbúnaðarrisann Monsanto tapaði síðarnefnda félagið dómsmáli um hvort gróðureyðirinn Roundup væri krabbameinsvaldandi.

Sam­kvæmt Financial Times hefur lyfja­fyrir­tækið greitt út eða lagt til hliðar milljarða Banda­ríkja­dala vegna skaða­bóta­mála í tengslum við gróðureyðirinn

FT greindi frá því í ágúst að skaða­bóta­lög­menn í Banda­ríkjunum hafi eytt 850 þúsund dölum í aug­lýsingar í leit að þol­endum milli maí og júní á þessu ári.

Keyptu lög­mennirnir 7,300 sjón­varps­aug­lýsingar á tíma­bilinu. Má því á­ætla að vand­ræði Bayer í tengslum við eitur­efnið muni halda á­fram.

Gróðureyðirinn Roundup er sagður krabbameinsvaldandi.
Gróðureyðirinn Roundup er sagður krabbameinsvaldandi.

Bayer sagði í júní 2020 að á­ætlaður kostnaður við sáttaferli í málinu myndi vera í kringum 11 milljarða dali en Bayer er nú þegar afar skuld­sett sam­kvæmt Reu­ters.

Hluta­bréf í Bayer hafa ekki verið lægri síðan 2008. Gengið stóð hæst á árinu í 63 evrum á árinu en stendur nú í 33 evrum.