Hlutabréfaverð þýsku fyrirtækjasamstæðunni Bayer AG tók vænlega dýfu í morguneftir að fyrirtækið greindi frá því í gær að rannsóknir á blóðþynningarlyfi fyrirtækisins fyrir hjartveika hafi ekki sýnt árangur.
Gengi Bayer hefur lækkað um 19% í Þýskalandi í dag en gengið hefur nú lækkað um 40% á árinu.
Fyrirtækið var búið að binda vonir við rannsóknir á nýjum blóðstorkuhefti til að meðhöndla gáttatif.
Í gærkvöldi tilkynnti fyrirtækið að rannsóknum yrði hætt þar sem niðurstöður sýndu að lyfið væri ekki að skila tilskyldum árangri.
Hlutabréfaverð þýsku fyrirtækjasamstæðunni Bayer AG tók vænlega dýfu í morguneftir að fyrirtækið greindi frá því í gær að rannsóknir á blóðþynningarlyfi fyrirtækisins fyrir hjartveika hafi ekki sýnt árangur.
Gengi Bayer hefur lækkað um 19% í Þýskalandi í dag en gengið hefur nú lækkað um 40% á árinu.
Fyrirtækið var búið að binda vonir við rannsóknir á nýjum blóðstorkuhefti til að meðhöndla gáttatif.
Í gærkvöldi tilkynnti fyrirtækið að rannsóknum yrði hætt þar sem niðurstöður sýndu að lyfið væri ekki að skila tilskyldum árangri.
Samhliða því eru vandræði Bayer í tengslum við gróðureyðirinn Roundup hvergi nærri lokið.
Nokkrum vikum eftir að Bayer keypti bandaríska landbúnaðarrisann Monsanto tapaði síðarnefnda félagið dómsmáli um hvort gróðureyðirinn Roundup væri krabbameinsvaldandi.
Samkvæmt Financial Times hefur lyfjafyrirtækið greitt út eða lagt til hliðar milljarða Bandaríkjadala vegna skaðabótamála í tengslum við gróðureyðirinn
FT greindi frá því í ágúst að skaðabótalögmenn í Bandaríkjunum hafi eytt 850 þúsund dölum í auglýsingar í leit að þolendum milli maí og júní á þessu ári.
Keyptu lögmennirnir 7,300 sjónvarpsauglýsingar á tímabilinu. Má því áætla að vandræði Bayer í tengslum við eiturefnið muni halda áfram.
Bayer sagði í júní 2020 að áætlaður kostnaður við sáttaferli í málinu myndi vera í kringum 11 milljarða dali en Bayer er nú þegar afar skuldsett samkvæmt Reuters.
Hlutabréf í Bayer hafa ekki verið lægri síðan 2008. Gengið stóð hæst á árinu í 63 evrum á árinu en stendur nú í 33 evrum.