Hlutabréf Bed Bath & Beyond (BBBY) hafa lækkuðu um 19,63% í dag. Hlutabréfin héldu áfram að lækka í framvirkum viðskiptum eftir lokun.

Jake Freeman, tuttugu ára háskólanemi við háskólann í Suður-Kaliforníu, seldi alla hluti sína í félaginu og hagnaðist um 15 milljarða króna, eins og vb.is fjallaði um fyrr í dag.

Hlutabréfin næstum fimmfölduðust í verði frá byrjun ágúst, voru þá 6,07 dalir á hlut en fóru hæst á þriðjudaginn í 28,04 dali á hlut innan dags. Gengið var 18,58 dalir þegar kauphöllinn lokaði í kvöld og nam lækkun dagsins 19,63%. Gengið er nú 11,99 dalur í framvirkum viðskiptum og lækkunin eftir lokun markaða komin í 35,26%. Samtals er lækkun dagsins komin í 48%.

Lækkunin er rakin til tilkynningar um að áhrifafjárfestirinn Ryan Cohen, einn stærsti hluthafi félagsins, hygðist selja allan hlut sinn í smásölufyrirtækinu.