Hlutabréfaverð svissneska bankans Credit Suisse hefur fallið um tæplega 9% í dag. Svo virðist sem enn séu verulega áhyggjur um stöðu bankans þrátt fyrir 50 milljarða franka líflínu svissneska seðlabankans í vikunni.
Margir stórir fjárfestar og bankar sem eiga í viðskiptum við Credit Suisse eða stunda viðskipti með hlutabréf bankans hafa annað hvort markvisst unnið að því að draga úr fjárhagslegri áhættu tengdri svissneska bankanum, eða eru í það minnsta ekki verið tilbúnir að bæta við hlut sinn í bankanum, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal.
Hlutabréfaverð svissneska bankans Credit Suisse hefur fallið um tæplega 9% í dag. Svo virðist sem enn séu verulega áhyggjur um stöðu bankans þrátt fyrir 50 milljarða franka líflínu svissneska seðlabankans í vikunni.
Margir stórir fjárfestar og bankar sem eiga í viðskiptum við Credit Suisse eða stunda viðskipti með hlutabréf bankans hafa annað hvort markvisst unnið að því að draga úr fjárhagslegri áhættu tengdri svissneska bankanum, eða eru í það minnsta ekki verið tilbúnir að bæta við hlut sinn í bankanum, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal.
Fram kemur að margir aðilar á fjármálamarkaðnum vilji síður stunda viðskipti með hlutabréf, skuldabréf eða afleiður hjá bankanum vegna ótta um að hnökra á viðskiptunum ef Seðlabanki Sviss neyðir Credit Suisse í endurskipulagningu á starfsemi sinni.
Einnig er minnst á að sjóðstjóri hjá evrópskum vogunarsjóði hafi fengið fyrirmæli um að stöðva viðskipti með hlutabréf í gegnum Credit Suisse þar sem óþarfi væri að taka áhættu þegar hægt væri að stunda örugg viðskipti í gegnum aðra banka.
Hlutabréfaverð Credit Suisse stendur nú í 1,84 frönkum á hlut eftir 9% lækkun í dag. Gengi bankans hækkaði um 19% í gær, sem má einkum rekja til tilkynningar um að hann hyggist taka lán fyrir allt að 50 milljarða franka frá Seðlabanka Sviss og greiða niður skuldir fyrir um 3 milljarða franka til að bæta lausafjárstöðu sína. Skuldatryggingarálag á skuldabréf Credit Suisse er enn afar hátt.