Hlutabréf í skóframleiðandanum Dr. Martens hafa lækkað um 26% í Kauphöllinni í Lundúnum í dag eftir að fyrirtækið birti fjórðu afkomuviðvörun sína á árinu.
Samkvæmt skóframleiðandanum eru erfiðar efnahagsaðstæður að hafa áhrif á sölutekjur fyrirtækisins. Tekjur félagsins drógust saman um 5% á fyrstu sex mánuðum ársins og námu 396 milljónum punda eða 69 milljörðum íslenskra króna.
Hagnaður félagsins hefur dregist saman um 55% og nam 26 milljónum pund á fyrstu sex mánuðum ársins.
Í afkomuviðvörun félagsins segir að útlit sé fyrir að sölutekjur muni dragast enn meira saman á næstu sex mánuðum, sér í lagi vegna dræmrar sölu í Bandaríkjunum. Félagið býst við 8% tekjusamdrætti á árinu.
Gengið stendur í 85 penní og hefur lækkað um 57% á árinu. Dr. Martens var skráð á markað í janúar 2021 og var útboðsgengið 370 penní. Hlutabréf félagsins hafa lækkað um 80% frá skráningu.