Hlutabréfaverð Kering, eiganda Gucci og Saint Larurent, hefur fallið um meira en 7% í dag og hefur ekki verið lægra í sjö ár.

Sala hátískufélagsins á öðrum fjórðungi féll um 11% milli ára og nam 4,5 milljörðum evra, samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í gær. Sala Gucci lækkaði um 19% milli ára. Félagið sagði að eftirspurn á Kyrrahafssvæði Asíu (e. Asia-Pacific) hefði dregist saman.

Hlutabréfaverð Kering, eiganda Gucci og Saint Larurent, hefur fallið um meira en 7% í dag og hefur ekki verið lægra í sjö ár.

Sala hátískufélagsins á öðrum fjórðungi féll um 11% milli ára og nam 4,5 milljörðum evra, samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í gær. Sala Gucci lækkaði um 19% milli ára. Félagið sagði að eftirspurn á Kyrrahafssvæði Asíu (e. Asia-Pacific) hefði dregist saman.

Rekstrarhagnaður Kering á fyrri helmingi ársins nam 1,58 milljörðum evra og var um 42% lægri en á sama tímabili í fyrra. Félagið varaði í gærkvöldi við að rekstrarhagnaður félagsins gæti lækkað um allt að 30% á seinni hluta ársins samanborið við sama tímabil í fyrra.

Hátískurisinn LVMH hefur einnig greint frá samdrætti á fyrri helmingi ársins, sem skýist m.a. af krefjandi markaðsaðstæðum í Kína. Þá hafa Burberry og Hugo Boss einnig gefið út afkomuviðvaranir á síðustu dögum, að því er segir í frétt Financial Times.