Hlutabréfaverð Eimskips hefur hækkað um 9,6% í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur nú í 515 krónum. Hækkunin kemur í kjölfar afkomuviðvörunar sem félagið sendi frá sér eftir lokun markaða í gær.

Samkvæmt stjórnendauppgjöri félagsins verður rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBTIDA) á öðrum ársfjórðungi á bilinu 43,5-47,0 milljónir evra eða um 6,0-6,5 milljarðar króna. Það er helmingi hærra en á öðrum fjórðungi 2021 þegar EBITDA-hagnaður félagsins nam 29,7 milljónum evra. Þá áætlar Þá áætlar Eimskip að rekstrarhagnaður (EBIT) verði á bilinu 3,9-4,4 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi 2022.

Sjá einnig: Afkoma Eimskips stórbatnar milli ára

Eimskip sagði helstu drifkraftana á bak við bætta afkomu vera góða frammistöðu í alþjóðlegu flutningsmiðluninni sem njóti áfram góðs af markaðsaðstæðum á alþjóðamörkuðum. Þá sé mjög góð nýting í siglingakerfum félagsins.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,8% frá opnun Kauphallarinnar í morgun. Auk Eimskips hafa hlutabréf Iceland Seafood, VÍS, Sjóvá, Arion og Icelandair hækkað um meira en 1% í dag.