Franska orkufyrirtækið Engie sagði frá því í vikunni að það væri að búast við rúmlega 150 milljörðum minni hagnaði á árinu vegna hvalrekaskatts sem lagður var á orkuframleiðendur í Evrópu á árinu.
Tekjurnar af hvalrekaskattinum á að nýta til að styðja við heimili og lítil fyrirtæki í orkukrísunni.
Hlutabréfaverð félagsins lækkaði í kjölfarið. Það lækkaði svo enn frekar þegar félagið sagði frá hugsanlegum kostnaði við að taka niður kjarnakljúfa félagsins í Belgíu.