Hluta­bréf í fata­verslunar­risanum GAP hækkuðu um 24% við opnun markaða vestan­hafs en fyrir­tækið birti árs­hluta­upp­gjör þriðja árs­fjórðungs í gær sem var betra en spár höfðu gert ráð fyrir.

Hluta­bréf í GAP hafa nú hækkað um 75% á síðast­liðnum sex mánuðum en gengið stóð í kringum 7 dali í maí­mánuði.

Gengið opnaði í kringum 16,8 dali í dag eftir miklar hækkanir í fram­virkum samningum fyrir lokuðum markaði.

Sam­kvæmt upp­gjöri gær­dagsins seldi fyrir­tækið föt fyrir 3,77 milljarða dali á þriðja árs­fjórðungi sem er 6,7% minni sala en á sama tíma­bili í fyrra. Mun það þó vera meiri sala en markaðs­aðilar bjuggust við sam­kvæmt Fact­Set en The Wall Street Journal greinir frá.

Hagnaður lækkaði úr 282 milljónum dala í 218 milljón dala milli ára og nam 58 sentum á hlut en greiningar­aðilar bjuggust við 24 sentum á hlut.