Hluta­bréfa­verð Airbnb hefur lækkað um rúm 15% í utan­þings­við­skiptum en sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri fé­lagsins eru vís­bendingar um að eftir­spurn sé að dragast saman í Banda­ríkjunum.

Sam­kvæmt upp­gjörinu eru ferða­langar að bóka færri gisti­nætur en áður en The Wall Street Journalgreinir frá.


Hagnaður fé­lagsins var minni en greiningar­aðilar höfðu spáð sam­hliða auknum tekjum. Ólympíu­leikarnir í París og Euro Cup í Þýska­landi hafa verið helstu drif­kraftar tekju­aukningarinnar í Evrópu.

Airbnb á­ætlar að tekjur verði á bilinu 3,6 til 3,7 milljarðar Banda­ríkja­dala á þriðja árs­fjórðungi. Gengi Airbnb stendur í 111,9 dölum um þessar mundir en ef dagsloka­gengið verður undir 112 dölum mun það vera lægsta gengi fé­lagsins í rúmt ár.