Hlutabréfaverð Airbnb hefur lækkað um rúm 15% í utanþingsviðskiptum en samkvæmt árshlutauppgjöri félagsins eru vísbendingar um að eftirspurn sé að dragast saman í Bandaríkjunum.
Samkvæmt uppgjörinu eru ferðalangar að bóka færri gistinætur en áður en The Wall Street Journalgreinir frá.
Hlutabréfaverð Airbnb hefur lækkað um rúm 15% í utanþingsviðskiptum en samkvæmt árshlutauppgjöri félagsins eru vísbendingar um að eftirspurn sé að dragast saman í Bandaríkjunum.
Samkvæmt uppgjörinu eru ferðalangar að bóka færri gistinætur en áður en The Wall Street Journalgreinir frá.
Hagnaður félagsins var minni en greiningaraðilar höfðu spáð samhliða auknum tekjum. Ólympíuleikarnir í París og Euro Cup í Þýskalandi hafa verið helstu drifkraftar tekjuaukningarinnar í Evrópu.
Airbnb áætlar að tekjur verði á bilinu 3,6 til 3,7 milljarðar Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi. Gengi Airbnb stendur í 111,9 dölum um þessar mundir en ef dagslokagengið verður undir 112 dölum mun það vera lægsta gengi félagsins í rúmt ár.