Hlutabréf í evrópskum varnarmálafyrirtækjum hækkuðu verulega í byrjun vikunnar þar sem fjárfestar veðja á að ríkisstjórnir muni auka útgjöld til varna í ljósi nýrrar stefnumörkunar í öryggismálum Evrópu.
Þýska vopnaframleiðslan Rheinmetall hefur hækkað um 35% síðustu fimm viðskiptadaga í Frankfurt. Hlutabréf breska fyrirtækisins BAE Systems hefur hækkað um 15% í London og franska varnartæknifyrirtækið Thales hækkaði um 18% í París.
Varnarmálavísitala Stoxx Europe hækkaði í hæstu stöðu frá því á tíunda áratug síðustu aldar í vikunni.
Hækkunin kemur í kjölfar funda evrópskra leiðtoga í París, þar sem rætt er hvernig bregðast eigi við ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að taka þátt í viðræðum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta um mögulegan frið í Úkraínu.
Fjárfestar telja að Evrópa muni þurfa að taka stærra hlutverk í öryggismálum álfunnar, sem skilar sér í aukinni eftirspurn eftir vopnaframleiðslu.
Jim Reid, sérfræðingur hjá Deutsche Bank, segir að síðustu dagar hafi verið afar mikilvægir í alþjóðarstjórnmálunum og að hugsanlega verði litið til þeirra sem kveikju að auknum evrópskum varnarmálaútgjöldum.
„Síðustu dagar hafa verið gífurlega mikilvægir fyrir evrópsk stjórnmál og hugsanlega munum við líta á þá sem vendipunkt fyrir aukinni varnarmálaeyðslu,“ segir Reid í samtali við Financial Times.
Trump hefur ítrekað krafist aukinna varnarmálaútgjalda Evrópuríka og nefnt möguleikann á að hækka viðmið NATO úr 2% af landsframleiðslu í 5%. Sem staðan er er Pólland eina landið sem er nálægt þeim hlutföllum.
Armin Papperger, forstjóri Rheinmetall, sagði í viðtali við Financial Times í byrjun vikunnar að félagið myndi vaxa meira í ár en fyrri spár gerðu ráð fyrir.
„Til að Evrópa geti mætt eftirspurninni þarf vopnaframleiðsla að fara á iðnvætt stig, og þetta er þá sem stjórnkerfið kallar eftir,“ sagði hann.
Vaxtarhorfur varnarmálafyrirtækja endurspeglast einnig í hækkandi vöxtum á skuldabréfamörkuðum, þar sem fjárfestar stilla sig inn á aukna fjárfestingargetu í þessum geira.
„Hvort sem friðarviðræður um Úkraínu ná árangri eða ekki, er ljóst að Evrópa mun þurfa að auka varnarmálaútgjöld sín,“ segir Mohit Kumar frá Jefferies.