Það færðist veru­legt líf í hluta­bréfa­markaðinn vestan­hafs eftir vaxta­á­kvörðun Seðla­bankans og blaða­manna­fund Jerome Powell seðla­banka­stjóra í gær.

Í tvö ár hefur aðal­mark­mið bankans verið að ná niður verð­bólgunni en hún mældist 3,1% í nóvember­mánuði í Banda­ríkjunum. Þrátt fyrir að enn sé undir­liggjandi verð­bólgu­þrýstingur sagði Powell í gær að mark­mið bankans væru nú tví­skipt: Verð­bólgan og at­vinnu­leysi.

Banda­ríkin eru með mjúka lendingu í augn­sýn en á­hyggjur seðla­bankans eru nú líka byrjaðar að snúast um að hægja ekki um of á hag­kerfinu.

„Við erum komin aftur á þann stað þar báðir þessir hlutir eru mikil­vægir,“ sagði Powell í gær eftir að bankinn hélt vöxtum ó­breyttum í 5,25%.

Sam­kvæmt fundi gær­dagsins sér seðla­bankinn fyrir sér að lækka vexti um 0,75% í hið minnsta á næsta ári í þremur lækkunar­fösum.

Þetta gladdi fjár­festa sem hafa þó verið að veðja á vaxta­lækkanir á nýju ári. S&P 500 vísi­talan hefur nú hækkað um 12% síðan í lok októ­ber og 23% á árinu.

Dow Jones vísi­talan hækkaði um 512 punkta í gær og fór upp í 37.090 stig og hefur hún aldrei verið hærri. Nas­daq vísi­talan hefur nú hækkað um 41% á árinu eftir

Von er á vaxtaákvörðun frá Englandsbanka og Evrópska seðlabankanum í dag og búast flestir við að vöxtum verði haldið óbreyttum.

Flestir munu þó fylgjast grannt með hvort Andrew Bailey, seðlabankastjóri Englandsbanka og Christine Lagarde forseti Evrópska seðlabankans, munu slá í sambærilegan tón og Powell.