Hluta­bréfa­verð Haga hefur hækkað um tæp 19% á rúmum mánuði eftir 4% hækkun í gengi dagsins.

Dagsloka­gengi Haga var 83,5 krónur eftir um 300 milljón króna við­skipti í dag en gengi fé­lagsins stóð í 70,3 krónum 8. maí.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech hækkaði um rúm 2% í við­skiptum dagsins en dagsloka­gengi líf­tækni­lyfja­fé­lagsins var sléttar 2.000 krónur.

Gengi Alvotech hefur verið undir 2.000 krónunum í rúman mánuð núna en Al­vot­ech greindi frá auknu sam­starfi við STADA fyrir opnun markaða í morgun. Hluta­bréf í Al­vot­ech hafa hækkað um 26% á árinu.

Öl­gerðin leiddi lækkanir á markaði í dag er gengið fór niður um tæp 3%. Hluta­bréf í fé­laginu hafa þó hækkað um 19% á árinu, sem er það næst­mesta á árinu á eftir Al­vot­ech.

Um 90 milljón króna velta var með bréf Kald­víkur á First North vaxtar­markaðinum og fór gengi fé­lagsins upp um rúm 5%. Dagsloka­gengi Kald­víkur var 360 krónur.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 0,85% og var heildar­velta á markaði 3 milljarðar.