Hluta­bréfa­verð Haga hefur hækkað um tæp 4% í tæp­lega 300 milljón króna við­skiptum í morgun, eftir að félagið birti stjórn­enda­upp­gjör eftir lokun markaða í gær.

Hluta­bréf í Högum hafa nú hækkað um rúm 12% frá því að Trump til­kynnti um frestun á gagn­kvæmum tollum á mið­viku­daginn í síðustu viku.

Gengi Haga hefur á tíma­bilinu farið úr 98 krónum á hlut í 110 krónur en það yrði hæsta dagsloka­gengi félagsins frá skráningu.

Sam­kvæmt stjórn­enda­upp­gjöri Haga nam vöru­sala sam­stæðunnar 180,3 milljörðum króna á árinu og jókst um 4,1% frá fyrra ári.

Fram­legðin hækkaði í 22,8% og nam 41,1 milljarði króna. EBITDA-hagnaður ársins nam 14,7 milljörðum króna, sem er 8,2% af veltu, og hagnaður eftir skatta nam 7,0 milljörðum króna, sem jafn­gildir 3,9% af veltu.

Á síðasta árs­fjórðungi jókst hagnaður um­tals­vert og nam 3,1 milljarði króna saman­borið við 1,2 milljarða á sama tíma í fyrra.

Sam­kvæmt upp­gjörinu má mestan hluta þeirrar bættu af­komu rekja til kaupa Haga á SMS, sem hefur verið hluti af sam­stæðunni frá upp­hafi árs­fjórðungs, sem og bættrar af­komu Olís