Hlutabréfaverð Ölgerðarinnar, sem hefur leitt hækkanir á aðalmarkaði á árinu, lækkaði um rúm 4% í viðskiptum dagsins. Yfir 207 milljón króna velta var með bréf félagsins sem hafa hækkað um tæp 20% á árinu.
Viðskiptablaðið greindi frá því fyrir helgi að OA eignarhaldsfélag, sem er í jafnri eigu Andra Þórs Guðmundssonar forstjóra Ölgerðarinnar og Októ Einarssonar, fráfarandi stjórnarformanns, hefði selt helming allra hluta sinna til Bóksals ehf.
Eigendur Bóksals eru hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir en eftir kaupin eiga félög í þeirra eigu um 20% hlut í Ölgerðinni.
Hlutabréfaverð Sýnar lækkaði síðan um rúm 2% í um 170 milljón króna veltu en félagið tilkynnti eftir lokun markaða á föstudaginn að stjórn Sýnar hafi ákveðið að hætta við að selja vefmiðla- og útvarpseiningu félagsins.
Sýn ákvað í desember að taka framtíðareignarhald og stefnu nýju rekstrareiningarinnar Vefmiðla og útvarps, sem inniheldur m. a. Vísi og útvarpsmiðla Sýnar, til frekari skoðunar.
Hlutabréf í Alvotech lækkuðu einnig um rúm 2% í um 430 milljón króna veltu en dagslokagengi líftæknilyfjafyrirtækisins var 1.865 krónur.
Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði um meiri en 1% í viðskiptum dagsins og lækkaði úrvalsvístialan OMXI 15 um 0,4%. Heildarvelta á markaði var 2,3 milljarðar.