Úrvalsvísitalan OMXI15 lækkaði um 2,26% í viðskiptum dagsins og lokaði í 2.854,64 stigum.
Hlutabréfaverð Play lækkaði um rúm 6% í örviðskiptum og var dagslokagengi flugfélagsins 0,75 krónur.
Á sama tíma fór gengi Iceland Seafood International niður um rúm 4% en gengi félagsins tók við sér að nýju í vikunni eftir uppgjör. Dagslokagengi ISI var 5,28 krónur á hlut.
Hlutabréf í Íslandsbanka lækkuðu um rúm 3% en eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gærkvöldi þá hafnaði stjórn bankans að fara í samrunaviðræður við Arion banka. Dagslokagengi Íslandsbanka var 120 krónur.
Gengi Arion banka fór niður um 2,6% í 653 milljón króna viðskiptum. Dagslokagengi Arion banka var 166 krónur á hlut.
Gengi Amaroq fór niður um rúm 2% en gengi málmleitarfélagsins hefur nú lækkað um tæp 17% frá því að það stóð í sínu hæsta gengi, 209 krónum á hlut, í miðjum janúar. Dagslokagengi Amaroq var 172,5 krónur.
Ölgerðin var eina félagið sem hækkaði um meira en 1% í viðskiptum dagsins er gengi félagsins fór upp um 1,4% í ör
Fyrir opnun markaða greindi ölgerðin frá því að félagið hefði undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100% hlut í Kjarnavörum hf.
Heildarvirði Kjarnavara í viðskiptunum er 3.970 milljónir króna og verða kaupin fjármögnuð með lántöku.
Kjarnavörur er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Framleiðslan er aðallega fyrir innanlandsmarkað en vörur eru jafnframt fluttar til Færeyja.
Heildarvelta á markaði var 3,3 milljarðar.