Hlutabréf í sænsku streymisveitunni Viaplay hafa fallið um 60% það sem af er degi. Virði bréfanna hefur ekki verið lægra síðan félagið fór á markað. Hlutabréfin hafa fallið úr tæplega 225 sænskum krónum í 86 krónur fá opnun markaða. Bréf Viaplay stóði í um 217 sænskum krónum fyrir helgi.
Viaplay tilkynnti á dögunum að væntar áskriftarsölur fyrir árið 2023 væri 16 til 17,5% sem mun vera lækkun frá fyrri spám um 24-26%. Samkvæmt Viaplay er þetta vegna lægri kaupmáttar og hærri framfærslukostnað heimila.
Anders Jensen sagði starfi sínu lausu sem forstjóri fyrirtækisins og hefur Jorgen Madsen Lindemann tekið við.
Fyrirtækið mun einnig grípa til sparnaðaraðgerða en áætlað rekstrartap þess er á bilinu 250 -300 milljónir sænskra króna sem samsvarar um 3,2 til 3,8 milljarðar íslenskra króna.
Viaplay er starfrækt í 33 löndum en búast er við því að fyrirtækið muni draga saman seglinn á einhverjum stöðum áður en annað ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins verður birt í júlí.