Hluta­bréf í franska fjár­tækni­fyrir­tækinu World­line lækkuðu um rúm 57% í kaup­höllinni í París í dag eftir að fyrir­tækið færði af­komu­spá sína niður fyrir árið.

Markaðsvirði fyrir­tækisins lækkaði um 4 milljarða Banda­ríkja­dali sem sam­svarar rúm­lega 557 milljörðum króna.

World­line er leiðandi í greiðslu­miðlun en fyrir­tækið þróar greiðslu­lausnir og hug­búnað sem er notaður í posa.

Í af­komu­við­vörun fyrir­tækisins segir að hæg efna­hags­um­svif í Þýska­landi og öðrum mörkuðum séu að höggva veru­lega í tekjur og hagnað fyrir­tækisins.

Hluta­bréf í franska fjár­tækni­fyrir­tækinu World­line lækkuðu um rúm 57% í kaup­höllinni í París í dag eftir að fyrir­tækið færði af­komu­spá sína niður fyrir árið.

Markaðsvirði fyrir­tækisins lækkaði um 4 milljarða Banda­ríkja­dali sem sam­svarar rúm­lega 557 milljörðum króna.

World­line er leiðandi í greiðslu­miðlun en fyrir­tækið þróar greiðslu­lausnir og hug­búnað sem er notaður í posa.

Í af­komu­við­vörun fyrir­tækisins segir að hæg efna­hags­um­svif í Þýska­landi og öðrum mörkuðum séu að höggva veru­lega í tekjur og hagnað fyrir­tækisins.

Önnur greiðslumiðlunarfyrirtæki á niðurleið

Þá hefur nýtt reglu­verk í kringum greiðslu­miðlun gert fyrir­tækinu erfitt fyrir og hefur það þurft að hætta að veita þjónustu til fjölda við­skipta­vina sem falla í á­hættu­flokk.

„Við erum glíma við fleiri á­skoranir en við áttum von á,“ segir Gilles Grapinet fram­kvæmda­stjóri World­line.

Önnur greiðslu­miðlunar­fyrir­tæki víða i Evrópu lækkuðueftir af­komu­við­vörun World­line en Adyen í Hollandi lækkaði um 11% og Nexi á Ítalíu féll um 20% og leiddi lækkanir meðal fyrirtækja í STOXX 600.

Hluta­bréf í CAB Pay­ments féllu um 72% í kaup­höllinni í Lundúnum í gær eftir að greiðslu­miðlunar­fyrir­tækið sendi frá sér sam­bæri­lega af­komu­við­vörun.

Þá féllu bandarísku greiðslumiðlunarfyrirtækin PayPal, Block og Affirm öll um meira en 2% í framvirkum samningum fyrir lokuðum markaði í Bandaríkjunum.