Hluta­bréfa­verð Iceland Sea­food hefur hækkað um 5% í Kaup­höllinni í dag í um 22 milljón króna við­skiptum. Gengið á þá enn langt í land með að ná með að ná fyrri hæðum en það hefur lækkað um 7,5% síðast­liðinn mánuð.

Þegar þetta er skrifað stendur gengið í 5,5 krónum en það stóð hæst í 17,8 krónum í maí 2021.

Í gær­kvöldi var til­kynnt að Bjarni Ár­manns­son, for­stjóri Iceland Sea­food International (IS), muni láta af störfum eftir að hafa gegnt stöðunni í fimm ár. Ægir Páll Frið­berts­son hefur verið ráðinn nýr for­stjóri Iceland Sea­food.

Hluta­bréfa­verð Iceland Sea­food hefur hækkað um 5% í Kaup­höllinni í dag í um 22 milljón króna við­skiptum. Gengið á þá enn langt í land með að ná með að ná fyrri hæðum en það hefur lækkað um 7,5% síðast­liðinn mánuð.

Þegar þetta er skrifað stendur gengið í 5,5 krónum en það stóð hæst í 17,8 krónum í maí 2021.

Í gær­kvöldi var til­kynnt að Bjarni Ár­manns­son, for­stjóri Iceland Sea­food International (IS), muni láta af störfum eftir að hafa gegnt stöðunni í fimm ár. Ægir Páll Frið­berts­son hefur verið ráðinn nýr for­stjóri Iceland Sea­food.

Sam­hliða þessu hefur Sjávar­sýn, fjár­festingar­fé­lag Bjarna, selt allan 10,8% eignar­hlut sinn í fé­laginu til út­gerðar­fé­lagsins Brims á 1.644 milljónir króna. Gengið í við­skiptunum var 5,3 krónur á hlut.

Ægir Páll hefur starfað sem fram­kvæmda­stjóri Brims undan­farin fimm ár og starfaði þar áður sem fram­kvæmda­stjóri hjá Út­gerðar­fé­lagi Reykja­víkur í þrjú ár. Þar áður var hann fram­kvæmda­stjóri hjá Ís­fé­lagi Vest­manna­eyja í níu ár.

Ægir Páll tekur við starfi for­stjóra Iceland Sea­food þann 1. nóvember næst­komandi.