Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,3% í 2 milljarða króna veltu í dag. Tíu félög aðalmarkaðarins lækkuðu í viðskiptum dagsins og níu hækkuðu.
Hlutabréfaverð Icelandair lækkaði mest af félögum aðalmarkaðarins eða um 2,6% í tæplega 60 milljóna króna veltu. Gengi félagsins stendur nú í 0,90 krónum á hlut og er nú um 33% lægra en í upphafi árs.
Hlutabréf Arion banka, Oculis, Haga og fasteignafélaganna Reita og Heima lækkuðu einnig um meira en eitt prósent í dag.
Heldur lítil velta var með hlutabréf þeirra félaga sem hækkuðu í dag að Marel undanskildu. Gengi Marels hækkaði um 0,6% í nærri 900 milljóna veltu og stendur nú í 492 krónum á hlut.
Tilkynnt var í dag að JBT hefði framlengt gildistíma yfirtökutilboðs síns í Marels um allt að tvo mánuði þar sem beðið er eftir samþykki eftirlitsyfirvalda.