Hluta­bréfa­verð JBT Marel hækkaði um rúm 6% í við­skiptum dagsins og var dagsloka­gengi félagsins 15.800 krónur á hlut. Gengi JBT Marel hefur nú hækkað um rúm 25% síðastliðinn mánuð og nálgast nú fyrri styrk áður en tolla­að­gerðir Trumps skóku markaði.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech hækkaði einnig er gengi félagsins fór upp um tæp 6% í tæp­lega 700 milljón króna við­skiptum.

Dagsloka­gengi Al­vot­ech var 1.380 krónur en gengið hefur hækkað um rúm 24% síðastliðinn mánuð.

Róbert Wess­mann sagði í viðtali við Við­skipta­blaðið í morgun að fyrir­huguð for­seta­til­skipun Bandaríkja­for­seta um að lækka verð á lyfjum hefði ólík­lega teljandi áhrif á fyrir­tækið. Trump hyggst reyna ná lyfja­verði niður.

Þrátt fyrir að Trump hafi boðað þessar breytingar í gær verða frum­lyf alltaf mun dýrari kostur en sam­bæri­legar hliðstæður sem Al­vot­ech fram­leiðir.

Hluta­bréf í Eim­skip hækkuðu um 4% í við­skiptum dagsins og var dagsloka­gengi 364 krónur á hlut. Gáma­flutninga­fyrir­tæki á heims­vísu hækkuðu flest í við­skiptum dagsins eftir að Kína og Bandaríkin ákváðu að fresta tollum um 90 daga.

Gengi danska gáma­flutningarisans A.P. Møller - Mærsk hækkaði til að mynda um 11% en er­lendir við­skipta­miðlar tengdu hækkunina við frestun tolla.

Gengi Play hækkaði síðan um 2,6% í ör­við­skiptum. Hluta­bréfa­verð flug­félagsins hefur nú hækkað um tæp 7% síðastliðinn mánuð og var dagsloka­gengið 0,78 krónur.

Úr­vals­vísi­talan hækkaði um 1,9% og lokaði í 2.617,02 stigum. Úr­vals­vísi­talan hefur nú hækkað um 8,15% síðastliðinn mánuð og er árslækkun úr­vals­vísutölunnar komin niður í 9,65%.

Heildar­velta á markaði var 2,3 milljarðar.