Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,8% í 4,0 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Sjö félög aðalmarkaðarins hækkuðu og fjórtán lækkuðu.
Hlutabréfaverð JBT Marel hækkaði um 12,4% í yfir 400 milljóna króna veltu í Kauphöllina og stendur nú i 18.200 krónum á hlut. Gengi félagsins hækkaði um 11,6% á síðasta klukkutímanum í Kauphöllinni í dag.
JBT Marel ársuppgjör í gærkvöldi, sem Viðskiptablaðið fjallaði um í morgun. Um er að ræða síðasta fjárhagsuppgjör félaganna sem aðskilin fyrirtæki áður en þau sameinuðust undir merkjum JBT Marel.
Þess má geta að NYSE kauphöllin í New York opnaði klukkan 14:30 á íslenskum tíma þannig að hækkunin kann að stafa af viðbrögðum fjárfesta vestanhafs.
Iceland Seafood International, sem birtir ársuppgjör eftir lokun Kauphallarinnar á morgun, hækkaði um 2,9% í tæplega 170 milljóna króna veltu og stendur nú í 5,4 krónum á hlut.
Vaxtarfélögin Oculis, Alvotech og Amaroq Minerals lækkuðu um meira en tvö prósent í dag.
Hlutabréfaverð Amaroq er búið að lækka um 16% frá því að það fór hæst í 209 krónur um miðjan janúarmánuð og stendur nú í 175 krónum. Þá hefur gengi Alvotech lækkað um tæplega 8% það sem af er ári og stendur nú í 1635 krónum á hlut.