Hluta­bréf í Kviku banki hækkuðu fimmta við­skipta­daginn í röð er gengi bankans fór upp um 1,4% í 520 milljón króna við­skiptum.

Dagsloka­gengi Kviku hefur hækkað úr 13,3 krónum í 14,5 krónur síðast­liðna viku eða um rúm­lega 9%.

Í gær var greint frá því að Gildi líf­eyris­sjóður keypti 30 milljónir hluta, eða um 0,6% eignar­hlut, í Kviku banka fyrir 420 milljónir króna.

Gildi, sem er fimmti stærsti hlut­hafi Kviku, á nú 5,5% hlut í Kviku sem er 3,8 milljarðar króna að markaðs­virði.

Gengi hluta­bréfa Kviku í við­skiptunum var 14,0 krónur á hlut.

Síminn og Alvotech hækkuðu mest

Hluta­bréfa­verð Símans hækkaði mest og fór upp um 3,5% í 180 milljón króna veltu. Dagsloka­gengi Símans fór úr 8,6 krónum í 8,9 krónur á milli daga.

Gengi Al­vot­ech hækkaði um 2,5% í hálfs milljarðs veltu en fé­lagið tapaði 275 milljónum dala, eða sem nemur hátt í 38 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri sem birtist í fyrra­dag.

Heildar­sölu­tekjur fyrstu níu mánuði ársins jukust í 29,8 milljónir dollara, eða yfir 4 milljarða króna, saman­borið við 11,1 milljón dollara á sama tíma­bili í fyrra.

Hluta­bréf Al­vot­ech hafa nú hækkað um 11% síðast­liðinn mánuð og farið úr 1.255 krónum í 1.350 krónur.

Marel lækkaði lítil­lega eða um 0,5% í 662 milljón króna veltu og var dagsloka­gengið 427 krónur.

Evrópski vogunar­sjóðurinn Teleios Capi­tal Partners birti í gær harð­ort bréf til stjórnar Marel þar sem stjórnar­hættir fyrir­tækisins voru gagn­rýndir. Stjórn Marels svaraði bréfinu síð­degis í gær.

Iceland Sea­food International lækkaði mest allra skráðra fé­laga og fór gengið niður um 1,8% í 31 milljón króna veltu. Gengi fé­lagsins hefur nú lækkað um tæp 10% síðast­liðinn mánuð.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 10 hækkaði um 1,1% í Kaup­höllinni í dag og var heildar­velta 5,3 milljarðar.