Hlutabréf á Íslandi, Bandaríkjunum og Bretlandi hafa lækkað í dag.
Bandaríski Seðlabankinn mun tilkynna vaxtaákvörðun sína seinnipartinn í dag en næsti vaxtaákvörðunarfundur íslenska seðlabankans er á miðvikudaginn í næstu viku.
Bandríski seðlabankinn er talinn muni hækka stýrivexti um 0,25%. Auknar líkur eru taldar að vaxtahækkun hér heima í næstu viku eftir vondar verðbólgutölur í janúar, þar sem ársverðbólgan fór úr 9,6% í 9,9%.
OMX vísitalan hefur lækkað um 0,69% í dag. Skel leiðir lækkanir, hefur lækkað um 2,94% það sem af er degi. Origo er næst með 1,98% lækkun og Síminn hefur lækkað um 1,89%.
FTSE í Bretlandi hefur lækkað um 0,29%. Dow Jones er niður um 1,04%, S&P sömuleiðis niður um 0,58% og Nasdaq um 0,54%.