Hlutabréf hafa lækkað í kauphöllinni það sem af er degi. OMX15 vísitalan er niður um 0,32%.
Þeir hlutabréfamiðlarar sem blaðið hefur talað við í dag tengja lækkanir við niðurstöður alþingiskosninganna á laugardag. Lækkanirnar eru ekki miklar þar sem staðan í stjórnmálunum er enn óskýr.
Hún skýrðist þó nokkuð í hádeginu þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, upplýsti fjölmiðla að loknum fundi með forseta að hún vildi að Kristrún Frostadóttir fengi stjórnarmyndunarumboð. Líklegt má telja að fyrst verði reynt að mynda ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokk fólksins.
Íslandsbanki hefur lækkað mest í dag allra félaganna í kauphöllinni, eða um 1,61%. Ríkissjóður á enn 42,5% hlut í bankanum.
Tíu félög hafa lækkað en þrjú hækkað. Hagar hafa hækkað mest þeirra þriggja eða um 1%.