Hluta­bréfa­verð ís­lenskra félaga byrjar daginn á lækkunum eftir páskafrí en tölu­verð óvissa ríkir enn í alþjóða­við­skiptum eftir vendingar vestan­hafs um helgina.

Hluta­bréf í Amaroq, sem hafa verið að ná vopnum sínum síðustu daga, hafa lækkað um 6,5% það sem af er degi og stendur gengið í 144 krónum um þessar mundir.

Hluta­bréf JBT, Marel og Play hafa lækkað um 5,5% í ör­við­skiptum.

Gengi Al­vot­ech hefur lækkað um 3,7% á meðan gengi Ocu­lis hefur lækkað um 3%.

Úr­vals­vísi­talan hefur lækkað um 1,75% það sem af er degi. Heildar­velta í Kaup­höllinni rétt fyrir 11 var um 300 milljónir sem er afar lítið.