Hlutabréf í Nomura Holdings, stærsta verðbréfafyrirtækis Japans, féllu um 8,5% í kauphöllinni í Tókýó í nótt. Gengið hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi í tvö ár en það stóð í 542 jenum við lokun kl. 8 í morgun að íslenskum tíma.
Þrátt fyrir lækkunina hefur gengið hækkað um 11% á árinu.
Nomura Holdings birti árshlutauppgjör sitt í gær. Hreinn hagnaður félagsins jókst gríðarlega milli apríl og júní þar sem mikil aðsókn var í japönsk hlutabréf.
Misreiknuðu framtíðarhorfur ACI
Fjárfestar einblíndu hins vegar á vandræði fyrirtækisins utan landsteinanna en markaðsvirði American Century Investment, sem Nomura keypti 41% hlut í 2016, hefur lækkað gríðarlega.
Fjármálastjóri Namura, segir fyrirtækið hafa lesið vitlaust í framtíðarhorfur American Century Investmet.
Samkvæmt The Wall Street journal er Namura leiðandi í Japan en fyrirtækinu hefur gengið illa að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum.
Fyrirtækið keypti hluta af Lehman Brothers á brunaútsölu skömmu eftir hrunið og bókfærði sitt stærsta tap árið 2021 eftir að fjárfestingafélag Bill Hwang fór á hausinn.
Gengi annarra verðbréfafyrirtækja í Japan hafa verið á uppleið enda mikil aðsókn í japönsk hlutabréf.
Nikkei vísitalan hefur ekki verið sterkari í 33 ár og ættu því þóknanir verðbréfafyrirtækja að aukast með meiri viðskiptum.