Hluta­bréf í Nomura Holdings, stærsta verð­bréfa­fyrir­tækis Japans, féllu um 8,5% í kaup­höllinni í Tókýó í nótt. Gengið hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi í tvö ár en það stóð í 542 jenum við lokun kl. 8 í morgun að ís­lenskum tíma.

Þrátt fyrir lækkunina hefur gengið hækkað um 11% á árinu.

Nomura Holdings birti árs­hluta­upp­gjör sitt í gær. Hreinn hagnaður fé­lagsins jókst gríðar­lega milli apríl og júní þar sem mikil að­sókn var í japönsk hluta­bréf.

Misreiknuðu framtíðarhorfur ACI

Fjár­festar ein­blíndu hins vegar á vand­ræði fyrir­tækisins utan land­steinanna en markaðs­virði American Century Invest­ment, sem Nomura keypti 41% hlut í 2016, hefur lækkað gríðar­lega.

Fjár­mála­stjóri Namura, segir fyrir­tækið hafa lesið vit­laust í fram­tíðar­horfur American Century Invest­met.

Sam­kvæmt The Wall Street journal er Namura leiðandi í Japan en fyrir­tækinu hefur gengið illa að hasla sér völl á al­þjóð­legum mörkuðum.

Fyrir­tækið keypti hluta af Lehman Brot­hers á bruna­út­sölu skömmu eftir hrunið og bók­færði sitt stærsta tap árið 2021 eftir að fjár­festinga­fé­lag Bill Hwang fór á hausinn.

Gengi annarra verð­bréfa­fyrir­tækja í Japan hafa verið á upp­leið enda mikil að­sókn í japönsk hluta­bréf.

Nikkei vísi­talan hefur ekki verið sterkari í 33 ár og ættu því þóknanir verð­bréfa­fyrir­tækja að aukast með meiri við­skiptum.