Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi tók örlítið við sér í dag þar sem hlutabréfaverð hækkaði hjá meirihluta félaga í Kauphöll Íslands.
Úrvalsvísitalan OMXI15 hækkaði um 0,46% og var heildarvelta dagsins nam 4,5 milljörðum króna.
Hlutabréfaverð Reita leiddi hækkanir er gengið fór upp um 4,6% í 349 milljón króna viðskiptum.
Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í dag keypti Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita, í félaginu í morgun á genginu 99 krónur.
Hlutabréfaverð Amaroq hækkaði einnig um tæp 4,6% í um 274 milljón króna viðskiptum. Dagslokagengi málmleitarfélagsins var 126 krónur en gengi Amaroq hefur lækkað um tæp 31% það sem af er ári.
Hlutabréfaverð Arion banka hækkaði um rúm 3% í 700 milljón króna viðskiptum og lokaði gengi bankans í 146,5 krónum.
Gengi JBT Marel lækkaði um 5,5% í 86 milljón króna viðskiptum og lokaði í 12 þúsund krónum á hlut.
Hlutabréfaverð Play fór niður um 2% á meðan gengi Alvotech lækkaði um tæp 2%. Hlutabréf í Alvotech hafa núna lækkað um 40,5% það sem af er ári.