Hluta­bréfa­markaðurinn á Ís­landi tók ör­lítið við sér í dag þar sem hluta­bréfa­verð hækkaði hjá meiri­hluta félaga í Kaup­höll Ís­lands.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 0,46% og var heildar­velta dagsins nam 4,5 milljörðum króna.

Hluta­bréfa­verð Reita leiddi hækkanir er gengið fór upp um 4,6% í 349 milljón króna við­skiptum.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í dag keypti Þórarinn V. Þórarins­son, stjórnar­for­maður Reita, í félaginu í morgun á genginu 99 krónur.

Hluta­bréfa­verð Amaroq hækkaði einnig um tæp 4,6% í um 274 milljón króna við­skiptum. Dagsloka­gengi málm­leitarfélagsins var 126 krónur en gengi Amaroq hefur lækkað um tæp 31% það sem af er ári.

Hluta­bréfa­verð Arion banka hækkaði um rúm 3% í 700 milljón króna við­skiptum og lokaði gengi bankans í 146,5 krónum.

Gengi JBT Marel lækkaði um 5,5% í 86 milljón króna við­skiptum og lokaði í 12 þúsund krónum á hlut.

Hluta­bréfa­verð Play fór niður um 2% á meðan gengi Al­vot­ech lækkaði um tæp 2%. Hluta­bréf í Al­vot­ech hafa núna lækkað um 40,5% það sem af er ári.