Hlutabréfaverð Rolls Royce hækkaði um allt að 8% í morgun og hefur ekki verið hærra í fjögur ár. Þotuhreyfiframleiðandinn birti ný hagnaðardrifin markmið í morgun en félagið stefnir á mun meiri rekstrarhagnað og sjóðstreymi.
Í október var greint frá því þotuhreyflaframleiðandinn væri að fara ráðast í uppsagnir á 2.000 til 2.500 starfsmönnum sem hluti af langtímaáætlunum nýs forstjóra.
Tufan Erginbilgiç, fyrrum framkvæmdastjóri hjá BP, tók við forstjórastöðunni hjá Rolls-Royce í janúar. Hann sagði örfáum dögum eftir ráðninguna að fyrirtækið þyrfti að fara í miklar breytingar til að koma í veg fyrir að Rolls-Royce yrði eftirbátur samkeppnisaðila sinna.
Í morgun greindi félagið frá því að samhliða niðurskurðaraðgerðunum muni félagið selja eignir fyrir 1 til 1,5 milljarða punda á næstu fimm árum.
Ásamt því að framleiða þotuhreyfla er félagið einnig byrjað að framleiða minni kjarnorkuverk.
„Rolls-Royce er á vendipunkti sögu sinnar. Eftir öfluga byrjun á breytingaráætlun okkar erum við í dag að leggja fram skýra sýn á ferðalagið sem við þurfum að fara í og hvað við þurfum að bæta,“ segir Erginbilgiç í yfirlýsingu en viðskiptablað The Guardian greinir frá.