Hluta­bréfaverð Rolls Royce hækkaði um allt að 8% í morgun og hefur ekki verið hærra í fjögur ár. Þotu­hreyfi­fram­leiðandinn birti ný hagnaðar­drifin mark­mið í morgun en fé­lagið stefnir á mun meiri rekstrar­hagnað og sjóð­streymi.

Í októ­ber var greint frá því þotu­hreyfla­fram­leiðandinn væri að fara ráðast í upp­sagnir á 2.000 til 2.500 starfs­mönnum sem hluti af lang­tíma­á­ætlunum nýs for­stjóra.

Hluta­bréfaverð Rolls Royce hækkaði um allt að 8% í morgun og hefur ekki verið hærra í fjögur ár. Þotu­hreyfi­fram­leiðandinn birti ný hagnaðar­drifin mark­mið í morgun en fé­lagið stefnir á mun meiri rekstrar­hagnað og sjóð­streymi.

Í októ­ber var greint frá því þotu­hreyfla­fram­leiðandinn væri að fara ráðast í upp­sagnir á 2.000 til 2.500 starfs­mönnum sem hluti af lang­tíma­á­ætlunum nýs for­stjóra.

Tufan Ergin­bilgiç, fyrrum fram­kvæmda­stjóri hjá BP, tók við for­stjóra­stöðunni hjá Rolls-Royce í janúar. Hann sagði ör­fáum dögum eftir ráðninguna að fyrir­tækið þyrfti að fara í miklar breytingar til að koma í veg fyrir að Rolls-Royce yrði eftir­bátur sam­keppnis­aðila sinna.

Í morgun greindi fé­lagið frá því að sam­hliða niður­skurðar­að­gerðunum muni fé­lagið selja eignir fyrir 1 til 1,5 milljarða punda á næstu fimm árum.

Á­samt því að fram­leiða þotu­hreyfla er fé­lagið einnig byrjað að fram­leiða minni kjarn­orku­verk.

„Rolls-Royce er á vendi­punkti sögu sinnar. Eftir öfluga byrjun á breytingar­á­ætlun okkar erum við í dag að leggja fram skýra sýn á ferða­lagið sem við þurfum að fara í og hvað við þurfum að bæta,“ segir Ergin­bilgiç í yfir­lýsingu en við­skipta­blað The Guar­dian greinir frá.