Hluta­bréfa­verð Síldar­vinnslunnar hefur hækkað um 14% síðast­liðinn mánuð eftir um 2,5% hækkun í 367 milljón króna við­skiptum í dag.

Gengi Síldar­vinnslunnar byrjaði hækkunar­ferli sitt í kringum upp­gjör þriðja árs­fjórðungs en hagnaður fé­lagsins á fyrstu níu mánuðum ársins nam tæpum 9 milljörðum ís­lenskra króna.

Gengið stendur í 105 krónum þegar þetta er skrifað sem en hluta­bréf fé­lagsins náðu sínu hæsta verði í ár þegar gengið fór í 126,5 krónur í janúar á þessu ári.

Í upp­gjöri fé­lagsins í lok nóvember sagði Gunn­þór Ingva­son forstjóri að fé­lagið sé vel í stakk búið til að takast á við á­skoranir fram­tíðarinnar.

„Sveiflur í ytra um­hverfi og á mörkuðum eru ekki nýjar af nálinni í okkar rekstri. Það er mikill styrkur fyrir Síldar­vinnsluna að hafa fjöl­breyttan rekstur sem gerir fé­lagið betur í stakk búið að mæta ó­væntum á­skorunum. Birgðir fé­lagsins eru bók­færðar á 89 m. USD og hafa aukist um 30 m. USD frá ára­mótum. Munar þar mestu um mikla fram­leiðslu loðnu­hrogna sem enn sitja í birgðum að hluta til,” segir Gunnþór.

Heildar­eignir sam­stæðunnar í lok tíma­bilsins voru 1,083 milljarðar Banda­ríkja­dala. Séu niður­stöður efna­hags­reiknings reiknaðar í ís­lenskum krónum á gengi krónunnar í lok tíma­bilsins námu eignir sam­stæðunnar 148,1 milljarði króna, skuldir 63,7 milljörðum og eigið fé 84,4 milljörðum.