Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,3% í 5,7 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Tuttugu félög aðalmarkaðarins hækkuðu og fimm lækkuðu í viðskiptum dagsins.

Hlutabréf sex félaga hækkuðu um tvö prósent eða meira. Heima leiddu hækkanir en hlutabréfaverð félagsins hækkaði um 3,3% í 360 milljóna króna veltu og stendur nú í 37,8 krónum á hlut.

Þá hækkaði gengi hlutabréfa Sjóvá um 2,9% í 360 milljóna veltu og stendur nú í 52,75 krónum á hlut. Hlutabréfaverð Sjóvá hefur hækkað um 10% í ár og alls um 29% undanfarna tólf mánuði. Hlutabréfaverð félagsins hefur aldrei verið hærra.

Auk Heima og Sjóvá hækkaði gengi hlutabréfa Símans, Icelandair, Eikar og Eimskips um meira en 2%.

Einungis tvö félög lækkuðu um eitt prósent eða meira í dag en það voru Íslandsbanki og Oculis.