Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,3% í 5,3 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Hlutabréf fjórtán félaga aðalmarkaðarins lækkuðu í dag og átta hækkuðu.
Hlutabréfaverð Oculis hækkaði mest eða um 1,3% í 40 milljóna veltu. Gengi Oculis stendur nú í 2.410 krónum á hlut og er nú um 42,6% hærra en í upphafi árs.
Gengi hlutabréfa Skaga, móðurfélags VÍS og Fossa, hélt áfram að hækka og endaði í 20,8 krónum á hlut eftir tæplega eins prósents hækkun í dag. Hlutabréfaverð Skaga hefur hækkað um meira en 40% frá byrjun september og er nú um 25% fjórðungi hærra en í upphafi árs. Gengi hlutabréfa Skaga var síðast hærra í febrúar 2022.
Sex félög lækkuðu um eitt prósent eða meira. Hampiðjan lækkaði mest af félögum Kauphallarinnar, eða um 2,7% í 240 milljóna veltu. Gengi Hampiðjunnar stendur nú í 109 krónum á hlut og er um 22% lægra en í byrjun árs.
Gengi hlutabréfa Play, Haga, Símans, Amaroq Minerals og Ölgerðarinnar lækkuðu einnig um meira en eitt prósent.