Hluta­bréf í fjár­festinga­fé­laginu Skel hafa lækkað um 4,65% það sem af er degi í 11 milljón króna við­skiptum. Gengi fé­lagsins í Kaup­höllinni hefur nú lækkað um 20% á árinu.

Fjár­festinga­fé­lagið hagnaðist um 2,1 milljarð á fyrstu sex mánuðum ársins sem er um en helmingi minna en á sama tíma­bili í fyrra þegar fé­lagið hagnaðist um 4,9 milljarða.

Hluta­bréf í Skel hækkuðu um 12% um miðjan septem­ber­mánuð og fór gengið í 13,2 krónur en nokkrum dögum seinna greindi fé­lagið frá 8 milljarða króna fast­eigna­kaupum. Skel keypti sam­tals 90 í­búðir og stefnir fjár­festinga­fé­lagið á að kaupa þær í út­leigu.

Dagsloka­gengið fyrir helgi var 12,9 krónur og stendur gengið í 12,3 krónum þegar þetta er skrifað.