Tesla lækkaði verð um allt að fimmtung í Bandaríkjunum og Evrópu í morgun, m.a. vegna lækkun kostnaðar innan aðfangakeðju rafbílaframleiðandans og aukinnar samkeppni.
Hlutabréfaverð Tesla féll um meira en 5% í viðskiptum fyrir opnun markaða í morgun. Gengi Tesla hefur aðeins rétt á kútnum eftir því sem leið á daginn og hefur nú lækkað um 2,5% frá dagslokagengi gærdagsins.
Markaðsvirði Tesla hefur lækkað um tæplega tíu milljarða dala, eða yfir 1.400 milljarða króna, í dag og nemur nú um 380 milljörðum dala.
Líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um dag þá ná verðlækkanir Tesla einnig til Íslands. Verð hér á landi lækkuðu um allt að 20% ef horft er til endanlegs söluverðs með virðisaukaskatti.