Hlutabréfaverð franska tölvuleikjaframleiðandans Ubisoft hefur lækkað um 20% í morgun eftir að félagið færði niður tekjuspá sína og tilkynnti um að frestun á útgáfudegi væntanlegs Assasin‘s Creed leiks og að sölutölur nýs Star Wars leiks hefðu verið verri en gert var ráð fyrir.
Hlutabréfaverð Ubisoft hefur nú lækkað um 60% í ár og hefur ekki verið lægra síðan í desember 2013.
Hlutabréfaverð franska tölvuleikjaframleiðandans Ubisoft hefur lækkað um 20% í morgun eftir að félagið færði niður tekjuspá sína og tilkynnti um að frestun á útgáfudegi væntanlegs Assasin‘s Creed leiks og að sölutölur nýs Star Wars leiks hefðu verið verri en gert var ráð fyrir.
Hlutabréfaverð Ubisoft hefur nú lækkað um 60% í ár og hefur ekki verið lægra síðan í desember 2013.
Franski tölvuleikjaframleiðandinn ákvað að fresta útgáfu Assassin’s Creed Shadows, nýs leiks í einni vinsælustu tölvuleikjaseríu félagsins, fram til 14. febrúar 2025 en upphaflega stóð til að gefa leikinn út í nóvember 2024.
Ubisoft sagði að leikurinn væri tilbúinn til almennrar dreifingar en reynsla frá útgáfu Star Wars Outlaws, sem kom út í sumar, varð til þess að félagið taldi sig þurfi aukinn tíma til þess að fínpússa leikinn.
Ubisoft gerir nú ráð fyrir að bókanir á fjárhagsárinu 2025 muni hljóða upp á 1,95 milljarða evra, en greiningaraðilar áttu að jafnaði von á 2,42 milljörðum evra. Þá gerir félagið nú ráð fyrir að nettó bókanir á öðrum ársfjórðungi reikningsársins verði á bilinu 350-370 milljónir evra en fyrri spá félagsins gerði ráð fyrir tæplega 550 milljónum evra.