Smávöru- og fataverslanir hafa birt hóflegar spár fyrir jólin en það hefur ekki stöðvað fjárfesta vestanhafs í að veðja á hvaða fyrirtæki munu gera það gott jólaösinni.
Hlutabréf í undirfataversluninni Victoria‘s Secret hafa hækkað um 52% frá miðjum nóvember. Samkvæmt The Wall Street Journalvonast fjárfestar til þess að lægri ársverðbólga en búist var við muni hafa áhrif á neytendahegðun.
Hlutabréf í skóversluninni Foot Locker hafa hækkað um 50% á sama tímabili á meðan hlutabréf í snyrtivöruversluninni Ulta Beuaty hafa hækkað um 22%, þar af 10% síðastliðinn sólarhring.
Samkvæmt WSJ munu fjárfestar fylgjast náið með hagtölum um neytendahegðun á næstu vikum.